Betri upplifun fyrir þína viðskiptavini!

Capitán Fanegas la Unión rauðvín margar flöskur

Lífrænt ræktuð léttvín

Engin eiturefni á borð við skordýra- og/eða illgresiseitur hafa verið notuð á vínekrunum frá upphafi. Annar gróður fær því að vaxa með að ákveðnu marki og er svo sleginn, klipptur og rakaður í burtu. Því eru allar vínekrurnar lífrænt ræktaðar. Marqués de Arviza er einn af tólf vínframleiðendum í öllu Rioja héraðinu sem eru með allt lífrænt ræktað.

Vandað val á þrúgunum

Fylgst er náið með þrúgunum í uppvextinum með hliðsjón af t.d. hversu vatnsmikil vínberin eru. Fari svo að þau eru of vatnsmikil eða uppfylla ekki gæðakröfur vínframleiðandans eru þau ekki notuð og því seld til annara víngerða. Náist ekki rétt gæði og þéttleiki á vínberunum í uppskerunni er þeim árgangi sleppt.

mda vinekra 03 Heim

Tvöfalt handval vínberja

Berin eru handtýnd á vínekrunum og í leiðinni fær hver planta sérstaka umönnun til að skila af sér sem allra bestu uppskeru að ári. Veikari greinarnar eru klipptar í burtu svo að þær sem eftir verða fái alla næringuna svo plantan gefi af sér betri vínber. Skrælnaður börkur af stofninum þ.e. vínviðurinn sjálfur er handsnyrtur/hreinsaður.

Í víngerðinni eru berin handvalin í annað sinn og sett í steinker fyrir pressun og gerjun, vökvinn er svo síaður og settur á tunnur. Vínin eru látin eldast ákveðið lengi í eikartunnum í kjallara göngum og eftir flutt yfir á flöskur og látin standa þar til settum gæðum er náð – Engin skordýr, skemmd ber, eða aðrir aðskotahlutir fara með í steinkerin.

Öldrun vínsins

Léttvínin eru geymd á eikartunnum í kjallaragöngum frá 16. öld sem eru um 12-18m undir yfirborði jarðar. Þannig helst hita- og rakastig hárnákvæmt allan ársins hring. Með því að geyma vínin þar á tunnum næst að halda hitastigi í kaldara lagi fyrir nákvæma og lengri öldrun á vínunum. Þarna fær sýrustigið og alkóhólið að vinna rólega yfir lengri tíma fyrir meira jafnvægi með tanníninu sem gefur silkimjúk og karakter rík rauðvín og hvítvín

Marquéz de Arviza

Margverðlaunuð, kraftmikil og bragðgóð léttvín frá hinni virtu fjölskyldu víngerð, Marqués de Arviza sem er einn elsti vínframleiðandi í Rioja á Spáni, starfandi síðan 1874.

LOGO ESCUDO Heim