Skilmálar

Almennir skilmálar

Nava.is tekur enga ábyrgð á innsláttarvillum eða röngum upplýsingum sem birtar eru á vefnum. Þar með talin verð og vörulýsingar.

Verð í netverslun innihalda virðisaukaskatt og kemur sundurliðun fram í kaupferlinu áður en pöntun er staðfest. 

Nava.is áskilur sér rétt til að breyta verðum eða að hætta að bjóða uppá vörutegundir fyrirvaralaust.

 

Greiðslumátar

Við tökum við öllum kredit- og debetkortum í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar. Einnig er hægt að nota millifærslu í banka.

 

Afhending vöru

Nava.is áskilur sér rétt til að senda ekki vöru ef vara er uppseld eða vegna verðbreytinga eða breytinga á vörulínu. Í þeim tilfellum er viðskiptamanni endurgreitt eða getur valið aðra vöru.

 

Allar vörur eru sendar með Íslandspósti. Nava.is er ekki ábyrgt fyrir skilmálum póstsins eða að vara skemmist eða týnist í pósti. Ef vara er uppseld þá áskiljum við okkur rétt til 3ja vikna afhendingartíma. Ef vara er uppseld þá munum við í öllum tilfellum hafa samband við viðskiptamann. Við sendum FRÍTT allar pantanir sem eru 10.000 kr. eða meira.

 

Skil

Eingöngu er hægt að skila vöru fyrir aðra vöru eða gegn inneignarnótu. Ekki er hægt að skila vöru eftir 14 daga. Einungis er tekið á móti vörum í upprunalegum pakkningum og óskemmdum.

 

ÖryggisupplýsingarInniheldur Isopropylalcohol. HÆTTA: Mjög eldfimur vökvi og gufa. Veldur alvarlegri augnertingu. Geymist þar sem börn ná ekki til. Getur valdið sljóleika eða svima. Haldið frá hitagjöfum, heitum flötum, neistagjöfum, opnum eldi og öðrum íkveikivöldum. Reykingar bannaðar. Gerið varúðarráðstafanir gegn stöðurafmagni. Gætið þess að anda ekki inn ryki/reyk/lofttegund/úða/gufu/ýringi. Notið hlífðarhanska/hlífðarfatnað/augnhlífar/andlitshlífar. BERIST EFNIÐ Í AUGU: Skolið varlega með vatni í nokkrar mínútur. jarlægið snertilinsur ef það er auðvelt. Skolið áfram. Fargið innihaldi/íláti á viðurkenndan förgunarstað, í samræmi við gildandi reglur. Inniheldur alpha-Hexylcinnamaldehyde.. Getur framkallað ofnæmisviðbrögð.